Útvarpslög

Mánudaginn 22. nóvember 1999, kl. 20:41:42 (2064)

1999-11-22 20:41:42# 125. lþ. 30.10 fundur 207. mál: #A útvarpslög# (heildarlög) frv. 53/2000, SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 125. lþ.

[20:41]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ber að skilja það svo að ákvæði sem eftir á að hyggja virðist hafa slysast fyrir misskilning inn í frv. sé nú orðið frelsið, að frelsið felist í því að mega skjóta auglýsingum á 45 mínútna fresti inn í kvikmyndir? Það mátti ráða af orðum hæstv. ráðherra áðan að þetta væri svo mikilvægt frelsisins vegna.

Ég vildi gjarnan fá frekari útskýringar á þessu vegna þess að mér fannst vera hægt að lesa það út úr bréfi Björns Friðfinnssonar og Harðar Einarssonar að ekki væri þörf á þessu ákvæði, að við þyrftum í rauninni ekki að vera með þetta ákvæði. Þess vegna vil ég fá skýrt svar við því. Er það virkilega svo að hæstv. ráðherra finnist að þetta ákvæði verði að vera af því að í því felist frelsið?