Áhafnir íslenskra flutningaskipa, farþegaskipa, farþegabáta og skemmtibáta

Þriðjudaginn 23. nóvember 1999, kl. 14:13:30 (2078)

1999-11-23 14:13:30# 125. lþ. 31.8 fundur 189. mál: #A áhafnir íslenskra flutningaskipa, farþegaskipa, farþegabáta og skemmtibáta# (heildarlög) frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 125. lþ.

[14:13]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er nauðsynlegt að það komi fram hér vegna fyrirspurnar hv. þm. að ríkisstjórnin blandar sér ekki í kjaradeilur. Að því er virðist standa deilur um kjör starfsmanna. Ég hef ekki séð að það væru nokkur lög brotin. Að minnsta kosti hefur það ekki komið á mitt borð en þarna eru deilur og stjórnvöld munu ekki geta blandað sér í þær deilur sem snúast um kjarasamninga, hvort sem þar er um að ræða samninga innlendra eða erlendra aðila. (ÖJ: Það er verið að grafa undan íslenskum lögum sem við erum að ræða hér.)

Ég endurtek að okkar besta og mesta trygging er að við gerumst sem fyrst, eða réttara sagt við uppfyllum þá skilmála sem við höfum tekið þátt í að gera til þess að tryggja sem best siglingar, öryggi sjófarenda og réttindi sjómanna. Við Íslendingar eigum mjög mikið undir því að réttindi sjómanna okkar séu örugglega tryggð hvar sem þeir sigla.