Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 23. nóvember 1999, kl. 16:19:30 (2103)

1999-11-23 16:19:30# 125. lþ. 31.12 fundur 144. mál: #A stjórn fiskveiða# (aflaheimildir Byggðastofnunar) frv., JÁ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 125. lþ.

[16:19]

Jóhann Ársælsson (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir það sem fram kom í ræðu hv. síðasta ræðumanns. Það er náttúrlega ekki boðlegt að hér fari fram umræður um þrjú mikilsverð málefni hvað varðar stjórn fiskveiða og hæstv. sjútvrh. sé ekki viðstaddur og að formaður hv. sjútvn. sé ekki heldur hérna. Um leið og ég óska eftir því að hæstv. forseti setji mig á mælendaskrá fer ég fram á að ég þurfi ekki að flytja ræðu mína fyrr en hæstv. ráðherra og hv. formaður sjútvn. eiga kost á því að vera við umræðuna.

Ég ætla ekki að fara neitt yfir þau mál sem hér bíða úrlausnar en þau varða sum hver og reyndar öll grundvöll þess stjórnkerfis sem hér er viðhaft við stjórn fiskveiða. Mér finnst þinginu og þingmönnum ekki vera veitt sú virðing sem þeir eiga skilið með mál sín ef ekki er hægt að fá viðveru hæstv. ráðherra og hv. formanns sjútvn. við umræðu þessara mála.