Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 23. nóvember 1999, kl. 16:22:59 (2106)

1999-11-23 16:22:59# 125. lþ. 31.12 fundur 144. mál: #A stjórn fiskveiða# (aflaheimildir Byggðastofnunar) frv., Flm. SvanJ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 125. lþ.

[16:22]

Flm. (Svanfríður Jónasdóttir) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég get mjög tekið undir og styð raunar þá ósk sem hefur komið fram um að málinu verði frestað þar til hæstv. ráðherra getur verið viðstaddur umræðuna og tekið þátt í henni. Það er rétt sem kemur fram hjá hv. þm. Sighvati Björgvinssyni að auðvitað er verið að ræða grundvallarmál sem tengjast þeirri umræðu og eru hluti þeirrar umræðu sem eru í gangi um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfi okkar. Það er því mjög mikilvægt að hæstv. ráðherra bæði heyri þau sjónarmið sem fram koma og geti eftir atvikum komið inn í umræðu, svarað spurningum eða haft skoðun á þeim álitamálum sem reifuð kunna að verða. Ég styð því tillöguna sem fyrsti flm. og tek undir óskir þar að lútandi að málinu verði frestað þar til hæstv. ráðherra getur verið viðstaddur.