Vinna umhvn. við skýrslu Landsvirkjunar og yfirlýsing Norsk Hydro

Fimmtudaginn 02. desember 1999, kl. 10:50:09 (2143)

1999-12-02 10:50:09# 125. lþ. 34.91 fundur 172#B vinna umhvn. við skýrslu Landsvirkjunar og yfirlýsing Norsk Hydro# (aths. um störf þingsins), HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 125. lþ.

[10:50]

Hjálmar Árnason:

Herra forseti. Ég tel vinnulagið og málsmeðferð í alla staði eðlilega og ítreka að forsendur hafa ekkert breyst. Hins vegar í tilefni af ummælum hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar, þar sem hann telur að heildarmyndin sé nokkuð óljós, þá er ég ekki sammála því, ég tel myndina nokkuð skýra. En þar sem hv. þm. Össur Skarphéðinsson er fyrrv. umhvrh. þá hefði ég talið að sá hv. þm. og fyrrv. umhvrh. hefði nokkuð skýra mynd af þessu máli, ekki síst þar sem það er fyrrv. umhvrh. sem gaf út leyfi til Landsvirkjunar vegna Fljótsdalslínu 1. Fljótsdalslína 1 á upptök sín í Fljótsdalsvirkjun. Og þegar þáv. hæstv. umhvrh. gefur út slíkt leyfi þá hlýtur fyrrv. ráðherra að hafa kynnt sér heildarmynd málsins.

(Forseti (HBl): Störf þingsins eru hér til umræðu.)