Seðlabanki Íslands

Fimmtudaginn 02. desember 1999, kl. 13:54:02 (2181)

1999-12-02 13:54:02# 125. lþ. 34.2 fundur 214. mál: #A Seðlabanki Íslands# (breyting ýmissa laga, yfirstjórn) frv. 103/1999, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 125. lþ.

[13:54]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki að tala um að Seðlabankinn verði neitt ríki í ríkinu þó að ég sé að tala fyrir auknu sjálfstæði Seðlabankans. Nokkrar stofnanir í þjóðfélaginu eru þess eðlis og eru með þau verkefni á sinni hendi að þau eiga ekki að lúta boðvaldi ráðherra. Ég talaði t.d. um Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann en mér finnst eðlilegt að þau lúti ekki boðvaldi ráðherra og hafi það sjálfstæði sem ég hef verið að tala fyrir.

Þetta var skrýtin ræða, að tala eitthvað um friðhelgi seðlabankastjóra, hann væri þá ábyrgur gagnvart bankaráðinu sem er þá kosið af Alþingi, enda væri það bankaráðsins ef þetta væri sjálfstæði að móta þá stefnu sem við erum að tala um. Mér fannst þessi ræða mjög sérkennileg. Ég tel mig vera alveg eins mikinn lýðræðissinna og hæstv. forsrh. þó að ég tali fyrir auknu sjálfstæði Seðlabankans.

Mér fannst koma fram í síðari ræðu hæstv. forsrh. að hann væri tilbúinn til að við mundum skoða aukið sjálfstæði Seðlabankans og nú er tækifærið til þess. Þetta mál er til meðferðar og umfjöllunar á Alþingi og viðbótarrök fyrir því, herra forseti, að málið gangi til efh.- og viðskn.