Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

Fimmtudaginn 02. desember 1999, kl. 14:48:47 (2195)

1999-12-02 14:48:47# 125. lþ. 34.4 fundur 228. mál: #A vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum# (gjald fyrir veiðikort) frv. 131/1999, umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 125. lþ.

[14:48]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við erum að hækka veiðikortið núna um 200 kr. til að fara út í þessa vetraraffallarannsókn. Hún kostar 11 millj. kr. á næstu árum og nú þegar er búið að borga 1 millj. sem greidd var í haust, eftir standa 10 millj. og meiningin er að afla þeirra á næstu árum, m.a. úr veiðikortasjóði. Á næsta ári, eins og ég hef skilið fjárlagagerðina og miðað við þá fjármuni sem til eru, er ekki unnt að taka allt það fé úr veiðikortasjóði heldur verður að taka 2 millj. með því að hækka kortið. Síðan þyrfti að koma viðbótarfé úr ríkissjóði. Í fjárlagagerðinni er unnið að tillögum sem lúta að hvort ekki sé hægt að koma enn frekar að málinu.