Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

Fimmtudaginn 02. desember 1999, kl. 14:50:00 (2196)

1999-12-02 14:50:00# 125. lþ. 34.4 fundur 228. mál: #A vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum# (gjald fyrir veiðikort) frv. 131/1999, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 125. lþ.

[14:50]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Þá er það svo að frá árinu 1998 er verið að lækka framlög úr veiðisjóði til rjúpnarannsókna. Rannsóknir á vetrarafföllum munu fá um 4 millj. kr. á ári miðað við áætlun. Áður hafa verið veittar frá 4,5 og upp í 5 millj. á árunum 1995--1998 til rjúpnarannsókna og reyndar meira. Árið 1995 voru veittar 4,5 millj. og síðan 250 þús. kr. til að rannsaka sníkjudýr í rjúpu. Ég skil þetta þá þannig að hin stórkostlega viðbót til rjúpnarannsókna sé í raun niðurskurður frá því sem verið hefur á undanförnum árum, nema að sá hluti veiðikortasjóðsins til rjúpnarannsókna haldist og hitt sé hrein viðbót.