Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

Fimmtudaginn 02. desember 1999, kl. 14:51:01 (2197)

1999-12-02 14:51:01# 125. lþ. 34.4 fundur 228. mál: #A vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum# (gjald fyrir veiðikort) frv. 131/1999, umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 125. lþ.

[14:51]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Viðurlegur forseti. Ég er að reyna að átta mig á því hvert hv. þm. Margrét Frímannsdóttir er að fara. Varðandi þá fjármuni sem núna fara úr veiðikortasjóði til rannsókna á rjúpum þá er mér ekki kunnugt hvenær því sleppir, ef hv. þm. er að leita eftir því. Það er alla vega ljóst að við erum að fara út í nýja rannsókn á vetrarafföllum sem kosta mun 11 millj. kr. á næstunni og þess vegna erum við að hækka veiðikortið um helminginn af upphæðinni sem á að fara í þetta á næsta ári. Við erum að vonast til að geta útvegað meira fé til þess í gegnum fjárlagavinnuna.