Svæðisskipulag fyrir suðvesturhluta landsins

Fimmtudaginn 02. desember 1999, kl. 15:19:23 (2204)

1999-12-02 15:19:23# 125. lþ. 34.8 fundur 183. mál: #A svæðisskipulag fyrir suðvesturhluta landsins# þál., Flm. HGJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 125. lþ.

[15:19]

Flm. (Helga Guðrún Jónasdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér greinir konur bersýnilega á. Ég er þeirrar skoðunar að ef ekki verður farið af stað með slíkt svæðisskipulag fyrir suðvesturhluta landsins geti það dregið dilk á eftir sér varðandi það sem ég kalla aðgengi dreifbýlisins. Ég held að við verðum að gera þetta nákvæmlega núna og þess vegna er það sem ég beini sjónum mínum fyrst og fremst að Suðvesturlandinu.

Ég vil taka undir það að í sjálfu sér hefði ekki skipt máli hvar við hefðum byrjað. Það er ekki punkturinn.

Ég vil líka taka fram að ég hef rætt við mikinn fjölda sveitarstjórnarmanna á undanförnum vikum og mönnum ber nánast öllum saman um að hér sé um mikið framfaramál að ræða sem sé afskaplega tímabært. Á grundvelli þeirra samtala hef ég dregið þá ályktun að ekki sé verið að rasa um ráð fram.