Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Föstudaginn 03. desember 1999, kl. 15:40:00 (2279)

1999-12-03 15:40:00# 125. lþ. 35.12 fundur 235. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala á 15% hlut) frv. 93/1999, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 125. lþ.

[15:40]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég spyr nú aðeins um þetta með bréfin á markaðnum vegna þess að það hefur komið fram aðeins í umræðu í fjölmiðlum að undanförnu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það gerist að skortur er á bréfum á markaði um mánaðamótin nóvember/desember og þá m.a. vegna þess að verið er að undirbúa það að fyrirtæki ætla sér inn á hlutabréfamarkaðinn í aðdraganda þess að sala glæðist oft rétt fyrir áramót. Þau eru að undirbúa það fyrst og fremst. En ég vildi aðeins segja að það getur verið liður í hugsanlegri sameiningu eða samruna banka að fara með hluta af Landsbanka eða Búnaðarbanka í dreifða eignaraðild, það getur verið liður í því að liðka fyrir samruna banka og eins og heyrst hefur að einhverjar viðræður séu í gangi sem kannski eru ekki opinberar enn.