Grunnskólar

Föstudaginn 03. desember 1999, kl. 16:17:58 (2289)

1999-12-03 16:17:58# 125. lþ. 35.13 fundur 81. mál: #A grunnskólar# (einsetning, samræmd lokapróf) frv. 104/1999, Frsm. SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 125. lþ.

[16:17]

Frsm. menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um frv. til laga um breytingar á lögum nr. 66/1995, um grunnskóla, með síðari breytingum, frá menntmn.

Markmið með lagafrumvarpi þessu er tvíþætt. Í fyrsta lagi að koma á auknu valfrelsi í 9. og 10. bekk grunnskóla þannig að nemendur taki meiri ábyrgð á námi sínu í samræmi við nýja aðalnámskrá grunnskóla 1999.

Jafnframt er horfið frá því að skylda alla til að fara í samræmd lokapróf 10. bekkjar. Í stað þess geta nemendur sjálfir valið hvaða samræmd lokapróf þeir þreyta.

Í öðru lagi er í frumvarpinu lagt til að frestur til einsetningar grunnskóla verði framlengdur til 1. september 2004 í samræmi við óskir Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt án breytinga.

Hv. þm. Sigríður Jóhannesdóttir, Svanfríður Jónasdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir skrifa undir nál. með fyrirvara.