Yfirlýsingar bankastjóra Landsbankans um sameiningu banka

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 14:17:25 (2309)

1999-12-06 14:17:25# 125. lþ. 36.1 fundur 181#B yfirlýsingar bankastjóra Landsbankans um sameiningu banka# (óundirbúin fsp.), SJS
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[14:17]

Fyrirspyrjandi (Steingrímur J. Sigfússon):

Herra forseti. Ég var að sjálfsögðu viðstaddur umræðuna sl. föstudag. En ég verð að segja að af ummælum hæstv. viðskrh. bæði þá og ekki síður nú er ég harla litlu nær. Hér er talað í miklum véfréttastíl og allt látið standa opið, rætt um sameiningu fjármálastofnana, óskilgreint og síðan hitt að þetta muni allt fara mjög rólega og jafnvel ekki ástæða til að aðhafast neitt frekar en að selja þennan 15% hlut.

Nú vill svo til að bankastjóri Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson, fyrrv. ráðuneytisstjóri í iðnrn. sem talin er vera bærilega ,,på talefod`` við hæstv. ráðherra, að hann búist við tíðindum af þessum málum á næsta ári. Formaður bankaráðs Landsbankans, Helgi S. Guðmundsson, sömuleiðis maður handgenginn ráðherranum, tekur undir það að slíkt geti orðið. Þá er ástæða til að biðja um skýrari svör en hér hafa verið fram reidd. Hvað stendur til?