Hætta á olíumengun í grunnvatni við Reykjanesbraut

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 14:32:25 (2320)

1999-12-06 14:32:25# 125. lþ. 36.1 fundur 183#B hætta á olíumengun í grunnvatni við Reykjanesbraut# (óundirbúin fsp.), SJóh
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[14:32]

Fyrirspyrjandi (Sigríður Jóhannesdóttir):

Hæstv. forseti. Það fór eins og mig reyndar grunaði að hæstv. umhvrh. hafði a.m.k. ekki á hraðbergi upplýsingar um hver væri ábyrgur fyrir slíku slysi. Ég óttast að það hafi kannski aldrei farið fram alvarleg athugun á því hver yrði ábyrgur í slíku tilfelli.

Ég veit að þessi hætta er víða til staðar. En hún er kannski sérstaklega mikil þarna af jarðfræðilegum ástæðum og líka vegna þess að flutningar, t.d. á eldsneyti, á þessari leið eru miklu meiri en annars staðar a.m.k. þar sem ég þekki til. Og ég vil leggja á það áherslu að ég tel að þessi mál þurfi að skýrast, þ.e. hver er ábyrgur ef slíkt slys yrði, vegna þess að það liggur í augum uppi að það yrði gríðarlegt fjárhagstjón ef slíkt mundi gerast.