Byggðastofnun

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 16:44:14 (2358)

1999-12-06 16:44:14# 125. lþ. 36.8 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, GuðjG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[16:44]

Guðjón Guðmundsson (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki þessa spurningu eða meininguna með henni. Þó stjórn Byggðastofnunar verði valin eins og hér er gert ráð fyrir, verður hún auðvitað stjórn Byggðastofnunar eftir sem áður. Hún gerir úttektir og tillögur í öllum þeim málum sem lúta að vanda landsbyggðarinnar. Á því verður auðvitað engin breyting þó að stofnunin tengist iðnrn. Það er alls ekki gert ráð fyrir því að þessi stjórn verði einhver deild í iðnrn. eða senditík þaðan. Alls ekki. Ég lít þannig á að þessi stjórn muni ekki vinna á nokkurn annan hátt en sú stjórn sem núna situr. Sú stjórn hefur að mínu áliti verið að gera ágæta hluti þó að ég eigi kannski ekki að segja margt um það þar sem ég sit í henni sjálfur.