Byggðastofnun

Mánudaginn 06. desember 1999, kl. 18:41:14 (2392)

1999-12-06 18:41:14# 125. lþ. 36.8 fundur 224. mál: #A Byggðastofnun# (heildarlög) frv. 106/1999, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 125. lþ.

[18:41]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég hygg að hv. þm. Jóhann Ársælsson hafi eitthvað misskilið ræðu hv. þm. Guðjóns Guðmundssonar. Í ræðu sinni lýsti hv. þm. Guðjón Guðmundsson m.a. reynslu sinni af því að starfa í nefnd á vegum iðnrn. og lýsti einmitt ánægju sinni með það svigrúm og frelsi sem nefndarmenn höfðu til þess að vinna. Ég skil því ekki hvað býr að baki þessari spurningar hv. þm. Sjálfur get ég vitnað um svipaða reynslu og hv. þm. Guðjón Guðmundsson lýsti hér ágætlega.

Hitt er svo annað mál að eitt af markmiðum frv. er að skerpa á skilvirkni með því að stjórn setji leikreglur og forstjóra verði síðan ætlað að bregðast við og vinna innan þess ramma sem honum er settur.

Enn þykir mér ástæða til þess að minna á það að hér er um frv. að ræða og ef það verður samþykkt munu lögin sennilega endast lengur en eitt kjörtímabil þannig að það er ekki mjög málefnalegt að perónugera þetta.