Fjáraukalög 1999

Þriðjudaginn 07. desember 1999, kl. 15:36:12 (2434)

1999-12-07 15:36:12# 125. lþ. 37.3 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 125. lþ.

[15:36]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Forstöðumenn eru yfirleitt með hærri laun en ræstingakonur og það er vegna þess að þeir bera ábyrgð. Hvar er ábyrgð þeirra sem kemur fram í þessum dæmum? Væri ekki rétt að þeir færu bara á laun ræstingakvenna fyrir sl. ár, aftur í tímann, þegar þeir geta ekki staðið betur við ábyrgð sína en þessi dæmi sýna? Eða er jafnvel hugsanlegt að einhver þeirra standi alls ekki undir ábyrgðinni? Þá á bara að biðja þann mann eða konu vinsamlega um að ljúka störfum.

Ég kann ekki við að fjárlögin séu samin annars staðar en á Alþingi. Ég kann ekki við að stofnanir úti í bæ séu að semja fjárlög fyrir Alþingi Íslendinga og útdeila peningum skattgreiðenda með þessum hætti. En það er það sem er að gerast. Ég vil fá miklu meiri aga í þetta kerfi og ég vil að hv. fjárln. standi við það að menn beri ábyrgð.