Fjáraukalög 1999

Þriðjudaginn 07. desember 1999, kl. 15:41:01 (2437)

1999-12-07 15:41:01# 125. lþ. 37.3 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 125. lþ.

[15:41]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Um það atriði sem að hv. þm. spyr um voru miklar umræður í fjárln. og við eyddum miklum tíma í að ræða einmitt þetta mál. Tillögurnar í fjáraukalögum miða að því að komast á nokkurn veginn sléttan sjó á þessu ári. Hins vegar er til önnur aðferðafræði sem verður lögð til í frv. til fjárlaga þar sem ætlunin er að þeir sem fóru ekki fram úr fjárlögum á árinu 1999 njóti þess á árinu 2000 í framlögum og hafi þá svigrúm til þess, ef vera skyldi að einhverjir kjarasamningir væru eftir sem þegar hafa verið gerðir á öðrum stofnunum sem hafa hækkað launakostnað, og þær stofnanir sem hafa staðið sig munu í fjárlagatillögum okkar fyrir árið 2000 njóta þess að hafa ekki farið fram úr fjárlögum.