Fjáraukalög 1999

Þriðjudaginn 07. desember 1999, kl. 16:28:57 (2445)

1999-12-07 16:28:57# 125. lþ. 37.3 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 125. lþ.

[16:28]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Ekki sagði ég að hæstv. heilbrrh. þyrfti að fara í gjörgæslu. Hins vegar þyrfti ráðherrann að fara í rúmið aftur því að hún er með flensu og við megum ekki ganga of hart að hæstv. ráðherra um þessar mundir.

Hitt er annað mál að það verður skýrt á næstu dögum hvaða tækjum verður beitt til þess að farið verði að lögum í heilbrigðisstofnunum á næsta ári. Það gilda lög í landinu og það eru viðurlög við lögbrotum. Til dæmis veit hv. þm. Össur Skarphéðinsson að ef hann keyrir of hratt þá er hann sektaður og fær punkta. Ef hann er tekinn nógu oft þá missir hann ökuleyfið. Það verður að láta það sama ganga yfir alla og menn verða látnir sæta ábyrgð sem fara ekki að lögum á Íslandi.