Fjáraukalög 1999

Þriðjudaginn 07. desember 1999, kl. 16:51:03 (2447)

1999-12-07 16:51:03# 125. lþ. 37.3 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 125. lþ.

[16:51]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. síðasti ræðumaður ræddi um aðrar stofnanir ríkisins og uppeldisáhrif tillagna okkar á þær og tengsl við byggðamál, af hverjum við tækjum ekki á byggðamálum í fjáraukalögum. Ég verð að segja að það er náttúrlega ekki sama hvaða tegund stofnana er. Þarna er að glíma við ákveðinn vanda. Við megum náttúrlega ekki gleyma því varðandi heilbrigðismál að þar erum við með ákveðna þjónustu sem er mjög viðkvæm. Þess vegna er þessi vandi erfiður og okkur hefur gengið illa að eiga við hann í gegnum tíðina. Stefnumótun okkar í byggðamálum á ekki að koma fram í fjáraukalögum. Hún á að koma fram í fjárlögum og mun gera það í þeim fjárlögum sem við erum að fara að ræða síðar í vikunni.

Ég vildi að þetta kæmi fram og það eru engin skilaboð í þessari afgreiðslu til annarra ríkisstofnana að það verði látið afskiptalaust að fara fram úr fjárlögum. Þarna er ákveðinn vandi sem við erum að glíma við en það er auðvitað mikið byggðamál að koma rekstri heilbrigðisstofnana á réttan kjöl og halda þeim innan ramma fjárlaga og tryggja rekstur þeirra. Það er auðvitað byggðamál. En þetta er sértækur vandi sem við erum að fást við í þessum fjáraukalögum.