Fjáraukalög 1999

Þriðjudaginn 07. desember 1999, kl. 16:53:00 (2448)

1999-12-07 16:53:00# 125. lþ. 37.3 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 125. lþ.

[16:53]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Svona hugsa líka allir foreldrar sem eru stundum að spilla börnum sínum. Auðvitað hljóta aðrar ríkisstofnanir að horfa til hvað gert er óháð því hvort ég eða hv. formaður fjárln., viljum draga fram þennan málaflokk umfram aðra, þá hlýtur það að gerast. Ég bendi á að tekið var á halla þessara stofnana fyrir ári og þá voru ábyggilega sögð sterk orð í þá veruna að þetta væri í síðasta sinn.

Ég dró byggðamálin fram vegna þess að þar er líka skuld að gjalda en ekki það að ég vilji að hún fari að fara inn á fjáraukalög. Ég hefði helst viljað að allt þetta hefði farið inn á fjárlög.