Fjáraukalög 1999

Miðvikudaginn 08. desember 1999, kl. 13:37:43 (2527)

1999-12-08 13:37:43# 125. lþ. 38.2 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, ÖS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 125. lþ.

[13:37]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Hér er verið að leggja til að veita 5 milljarða til viðbótar við það sem þegar liggur fyrir að greitt verði vegna heilbrigðisþjónustu og það er auðvitað ekki hægt að leggjast gegn því og leggja þannig í rauninni til að þessar stofnanir verði stöðvaðar. Hins vegar liggur fyrir skýrsla frá ríkisendurskoðanda sem er einn samfelldur áfellisdómur yfir stjórn þessa málaflokks. Það liggur fyrir samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar að í maí sl. vissu menn hvert stefndi. Þá stefndi í grófa framúrkeyrslu meira en 100 stofnana og það var aldrei brugðist við, herra forseti. Þess vegna verður ríkisstjórnin sjálf að bera ábyrgð á þessu. Við sitjum hjá við þessa liði.