Fjáraukalög 1999

Miðvikudaginn 08. desember 1999, kl. 13:42:43 (2530)

1999-12-08 13:42:43# 125. lþ. 38.2 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, EMS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 125. lþ.

[13:42]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Nú á tímum þenslu hafa verið samþykkt 8 milljarða kr. aukaútgjöld í ríkissjóði og ýmislegt bendir til þess að ekki séu öll kurl komin til grafar og jafnvel eigi á milli umræðna eftir að bæta örlítið í. Þrátt fyrir þær athugasemdir sem hér hafa verið gerðar af hálfu Samfylkingarinnar, bæði í umræðum og nú við atkvæðagreiðslu, munu þingmenn Samfylkingarinnar ekki hindra framgang málsins og munu að sjálfsögðu greiða atkvæði með því að málinu verði vísað til 3. umr.