Kynferðisleg misnotkun á börnum

Miðvikudaginn 08. desember 1999, kl. 14:25:58 (2548)

1999-12-08 14:25:58# 125. lþ. 39.11 fundur 167. mál: #A kynferðisleg misnotkun á börnum# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., GÖ
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 125. lþ.

[14:25]

Guðrún Ögmundsdóttir:

Herra forseti. Við vitum að þegar fjallað er um jafnalvarleg og viðkvæm mál og kynferðisafbrot gagnvart börnum eru þá er þverfagleg samvinna allra --- og þá meina ég allra --- lykilatriði, þ.e. barnaverndarnefnda, lækna, lögreglu, lögfræðinga, saksóknara og dómstóla. Nauðsynlegt er að koma á samstarfi milli héraðsdóms og Barnahússins því að það er ekki bara skýrslutakan sjálf sem er aðalatriðið heldur líka það að tryggja sérhæfð vinnubrögð, þ.e. fagþekkingu og málsmeðferð sem tekur tillit til þarfa barna og tryggir hagsmuni þeirra.

Við höfum sérúrræði þar sem Barnahúsið er og því er mikilvægt að samhæfa þessa krafta við vinnu héraðsdóms þannig að ekkert fari úrskeiðis og hag barnanna sé best borgið.