Beinþynning

Miðvikudaginn 08. desember 1999, kl. 15:38:58 (2574)

1999-12-08 15:38:58# 125. lþ. 39.12 fundur 180. mál: #A beinþynning# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KF
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 125. lþ.

[15:38]

Katrín Fjeldsted:

Herra forseti. Ég vil taka undir þakklæti til fyrirspyrjanda að koma þessu máli á dagskrá og minna á fyrirspurn sem ég lagði fram í vor einmitt um þátttöku ráðuneytisins í kostnaði við beinþéttnimælingar.

Herra forseti. Þetta vandamál, beinþynning, er gríðarlegt heilsufarsvandamál á Íslandi. Þar eru sterkustu orsakaþættirnir eins og komið hefur fram erfðir, næring, hreyfing, reykingar og hormónabúskapur. En ég ætla að undirstrika eitt til viðbótar áður en ég lýk máli mínu. Það býr lengi að fyrstu gerð og ungar stúlkur sem verða fyrir því að fá anorexíu eða átröskun eru í sérstökum áhættuhópi og það er einn af fylgifiskum anorexíu, herra forseti, að fá beinþynningu á unga aldri.