Brunavarnir og brunamál

Miðvikudaginn 08. desember 1999, kl. 18:38:53 (2593)

1999-12-08 18:38:53# 125. lþ. 40.1 fundur 244. mál: #A brunavarnir og brunamál# (brunavarnagjald) frv. 127/1999, umhvrh.
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 125. lþ.

[18:38]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegi forseti. Hér er um einhvern misskilning að ræða, tel ég, þar sem ég hafði ætlað mér að svara þessum spurningum í ræðu þar sem ég tel þær það umfangsmiklar að mér takist það ekki í stuttu andsvari og ég hafði mig alla við við að skrifa niður spurningarnar. Það var því alls ekki meiningin að reyna að koma mér hjá þessum umræðum. Ég taldi hins vegar að fleiri mundu taka til máls. Ég hafði fengið upplýsingar um það og bjóst við að einhver mundi gefa það til kynna, en það var alls ekki meiningin að koma sér hjá því að svara þessum spurningum.

Varðandi þá skýrslu sem hér var spurt um, þá hef ég reynt á síðustu dögum að kynna mér hana. Það er rétt að gerð var skýrsla á vegum Brunamálastofnunar ríkisins 1998 og hún fjallar um könnun á ástandi brunavarna í grunnskólum í Reykjavík, í nágrenni og á Akureyri. Framkvæmdin var með því sniði að gerðar voru úttektir í góðri samvinnu við slökkviliðin á hverjum stað. Skoðaðir voru 63 skólar og það er rétt sem kom fram í máli hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur að úttektin sýndi að talsverð brotalöm var á brunavörnum víða í skólum.

Þar er helst til að telja að fimm skólar töldust vera með óviðunandi brunavarnir. Þar af voru tveir skólar í Hafnarfirði, tveir á Akureyri og einn á Seltjarnarnesi. Brunamálastofnun gerir úttektir af þessu tagi en Brunamálastofnun fer hins vegar ekki í að framkvæma úrbæturnar. Það eru sveitarfélögin á hverjum stað sem sjá um það. Það er því ekki hægt að segja þó að við séum að taka 13 millj. kr. inn í ríkissjóð í tengslum við fjárlagavinnuna, að það sé eitthvað sem verið er að taka af úrbótum í talsverð brotalöm var á brunavörnum víða í skólum.

Þar er helst til að telja að fimm skólar töldust vera með óviðunandi brunavarnir. Þar af voru tveir skólar í Hafnarfirði, tveir á Akureyri og einn á Seltjarnarnesi. Brunamálastofnun gerir úttektir af þessu tagi en Brunamálastofnun fer hins vegar ekki í að framkvæma úrbæturnar. Það eru sveitarfélögin á hverjum stað sem sjá um það. Það er því ekki hægt að segja þó að við séum að taka 13 millj. kr. inn í ríkissjóð í tengslum við fjárlagavinnuna, að það sé eitthvað sem verið er að taka af úrbótum í brunavörnum heldur ber sveitarfélögunum skylda til að bæta úr því.

Við könnuðum það sérstaklega í gær hjá þeim sveitarfélögum sem hér um ræðir og fengu verstu einkunnina, ef svo má segja, í þessari úttekt, að ljóst er að viðbrögð þeirra allra eru jákvæð við þessari skýrslu. Á Seltjarnarnesi er búið að koma upp viðvörunarkerfi í báðum skólunum þar. Það er alveg nýtt. Verið er að vinna við að setja upp brunahólf í skólunum og þeir eru með áætlun um hvernig þeir ætla að ná því að hafa þau mál í góðu lagi sem slökkviliðsstjóri krafðist, að mér skilst.

Í Hafnarfirði eru þeir einnig að bæta úr sínum málum. Þeir eru ekki búnir. Þeir eru ekki komnir á lokapunkt í þeirri vinnu en þar hefur sveitarfélagið brugðist vel við.

Á Akureyri er einnig verið að vinna við talsverðar úrbætur. Þessi skýrsla ýtti því við sveitarfélögum þannig að þau eru að bæta ástand brunavarna á hverjum stað eins og þau eiga að gera.

Þeirri spurningu var einnig beint til mín hvort verið væri að gera eitthvað sambærilegt á leikskólunum. Samkvæmt upplýsingum mínum er Brunamálastofnun að gera úttekt á leikskólum. Hún er tiltölulega nýfarin af stað þannig að væntanlega mun Brunamálastofnun taka niðurstöðurnar af þeirri vinnu í skýrsluform og þá getum við í framhaldinu kynnt okkur þá niðurstöðu Brunamálastofnunar um leikskólana.

Ég vil ítreka, virðulegur forseti, að það fjármagn sem hér á að renna inn í ríkissjóð umfram 87 millj. kr. af brunavarnagjaldinu er ekkert nýmæli. Þetta var gert og hefur verið gert. Reyndar var þessi upphæð 11 millj. á yfirstandandi ári en verður 13 millj. á næsta ári og tengist ekki með neinum hætti því að verið sé að klípa af sveitarfélögum. Þau eiga að sjá um brunavarnir á hverjum stað.