Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Fimmtudaginn 09. desember 1999, kl. 20:15:34 (2643)

1999-12-09 20:15:34# 125. lþ. 41.1 fundur 235. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala á 15% hlut) frv. 93/1999, viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 125. lþ.

[20:15]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er nú óþarfi fyrir hv. þm. að taka þessa hluti svona nærri sér. Þetta var alls ekki illa meint. Ég tel að hv. þm. hafi flutt hér ágætlega efnisríka ræðu í umræðunni fyrr í dag þó að ég sé honum ekki sammála. Ég tel að við séum að gera nákvæmlega réttu hlutina og standa skynsamlega að þessu og á mjög ábyrgan hátt eins og hér er gert. Ég hins vegar tók ekki eftir nema einni spurningu í ræðu hv. þm. sem var um framtíðaráformin í bankamálunum og um að sjá fyrir hvað muni gerast. Ég reyndi að svara þessari spurningu í lok ræðu minnar. Reyndar hafði ég takmarkaðan tíma, en á eftir skal ég reyna að svara henni enn nánar en ég gerði í fyrri ræðu minni.