Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Föstudaginn 10. desember 1999, kl. 11:15:08 (2667)

1999-12-10 11:15:08# 125. lþ. 42.1 fundur 235. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala á 15% hlut) frv. 93/1999, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 125. lþ.

[11:15]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Þessi umræða er búin að vera löng og ströng og margt komið fram í henni. Ég lýsti því yfir í gær að ég væri þess almennt fýsandi að ríkið dragi sig út úr rekstri af þeim toga sem við ræðum hér. En þessi umræða hefur um leið verið mjög upplýsandi og það er margt sem hefur komið fram í henni.

Mig langar að beina einni spurningu til hæstv. viðskrh. og að hann komi hér upp og lýsi því yfir hvort sá orðrómur sem í gangi er alls staðar í samfélaginu þessa dagana að fyrir liggi baksamningur um það að Íslandsbanki og Landsbanki verði sameinaðir, og að VÍS og Búnaðarbanki verði sameinað, sé réttur eða rangur. Ég ætla að biðja hæstv. iðn.- og viðskrh. að koma hér upp og segja það einfaldlega berum orðum hvort sú umræða sem fram fer sé á villigötum eður ei, hann lýsi því einfaldlega yfir hvort þetta sé rangt eða ekki.