Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Föstudaginn 10. desember 1999, kl. 11:51:00 (2683)

1999-12-10 11:51:00# 125. lþ. 42.1 fundur 235. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala á 15% hlut) frv. 93/1999, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 125. lþ.

[11:51]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Þetta frv. ber vott um óvönduð vinnubrögð. Hafnað hefur verið að ræða þróun fjármagnskerfisins með hugsanlega sameiningu ríkisbankanna í einn þjóðbanka áður en sala fer fram. Hafnað hefur verið að taka til afgreiðslu frv. Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs um dreifða eignaraðild samhliða því frv. sem hér er verið að lögfesta. En ofar öllu þjónar þetta frv. ekki hagsmunum þjóðarinnar, það er verið að rýra eignarhlut hennar í verðmætri eign og efnahagslegu stjórntæki. Með þessu frv. er verið að greiða fyrir samþjöppun á valdi og fjármagni í íslensku samfélagi en ríkisstjórnin er söm við sig. Hún gengur erinda þessara afla. Ég hlusta á rödd fjármagnsaflanna, segir hæstv. viðskrh.

Ég vil hins vegar hlusta á rödd þjóðarinnar og ég vil hlusta á rödd skynseminnar. Þess vegna segi ég nei.