Fjárlög 2000

Föstudaginn 10. desember 1999, kl. 16:49:51 (2711)

1999-12-10 16:49:51# 125. lþ. 42.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, GIG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 125. lþ.

[16:49]

Gunnar Ingi Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er viss um að ef við næðum sambandi við allt það fólk sem býr í þessu landi í einu lagi og gætum lagt fyrir það þá spurningu hvort það væri tilbúið að fórna rúmum 10% af framlaginu til vegagerðar á þessu ári til að ná því marki sem hér er rætt um, þá yrði það samþykkt.