Fjárlög 2000

Föstudaginn 10. desember 1999, kl. 20:27:13 (2746)

1999-12-10 20:27:13# 125. lþ. 42.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 125. lþ.

[20:27]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég tek að sjálfsögðu undir það að ábyrgð ráðherra er mikil, það gefur auga leið. En ábyrgð ráðherra hefur verið sú sama frá því að íslenska lýðveldið var stofnað og jafnvel fyrr. Ábyrgð þeirra sem nú eru ráðherrar er ekkert meiri en áður. Ábyrgð okkar allra er mikil. Ábyrgð fjárln. er mikil. Ábyrgð þingsins er mikil, að líta eftir því að fjárlögum ríkisins sé fylgt. Ég held að það sé alveg tímabært að allir taki sig á í þessu efni. Ég ætla ekki að taka ákveðna ráðherra inn í það mál. Ég held að þeir séu jafnábyrgir og við.