Fjárlög 2000

Föstudaginn 10. desember 1999, kl. 20:52:52 (2756)

1999-12-10 20:52:52# 125. lþ. 42.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 125. lþ.

[20:52]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Hér veitti hv. þm. heilmikla ádrepu fyrir að fé skorti til skóla, til Lánasjóðs námsmanna, til lífeyristrygginga, til sjúkratrygginga og margt fleira. Að vísu fór hún líka viðurkenningarorðum um nokkra hækkunarliði sem eru einnig runnir undan rifjum fjárln. Mig langar til að spyrja hv. þm. hvort hún hafi lesið nefndarálit frá minni hluta fjárln. Í því nefndaráliti er heilmikil ádrepa um að þeir sem beri ábyrgð á þessu fjárlagafrv. séu að skemma efnahagslífið með ofþenslu sinni og ofnotkun á peningum, þeir séu að valda miklum útgjöldum ríkisins sem sé mjög ámælisvert.

Mig langaði til að vita hvort hv. þm. er sammála minni hluta fjárln. eða hvort þetta eru margir ólíkir hópar. Ég vildi þá vita í hverju það er fólgið.