Fjárlög 2000

Föstudaginn 10. desember 1999, kl. 20:54:07 (2757)

1999-12-10 20:54:07# 125. lþ. 42.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 125. lþ.

[20:54]

Sigríður Jóhannesdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það var að sönnu nokkuð ófriðlegt í salnum þegar ég flutti ræðu mína og e.t.v. hefur hv. þm. Einar Oddur ekki heyrt hana nógu vel. Ég tók einmitt sérstaklega undir það sem stendur um sparnað í ríkisútgjöldum í tillögum minni hlutans. Í öllum þeim tillögum sem ég tel horfa til útgjaldaaukningar geri ég ráð fyrir tekjum á móti.

Ég vil benda á að með því að spara 20% í risnu og ferðalögum hjá ríkinu er hægt að fá 400 millj. til góðra verka. Hvers vegna ekki að gera það? Það er ýmislegt annað sem hægt er að skera niður. Það er mörg matarholan, eins og kerlingin sagði.

(Forseti (GuðjG): Forseti minnir á að það ber að ávarpa þingmenn með fullu nafni, í þessu tilfelli Einar Oddur Kristjánsson.)