Fjárlög 2000

Föstudaginn 10. desember 1999, kl. 22:02:09 (2763)

1999-12-10 22:02:09# 125. lþ. 42.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 125. lþ.

[22:02]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að hér rekist á tvenns konar sjónarmið til hlutanna. Hv. 3. þm. Norðurl. e. telur að byggðamál verði eingöngu leyst með fjárframlögum úr ríkissjóði og telur að arðbærir atvinnuvegir úti á landsbyggðinni líkt og stóriðja komi byggðarlögunum illa. Ég tel að þarna verði að vera hvort tveggja, þarna verði að taka á ýmsum málum eins og við erum að gera varðandi húshitunarkostnað, námskostnað og í ýmsum málum þar sem misrétti er. En landsbyggðinni hefur vegnað best þegar arðbærir atvinnuvegir standa undir mannlífi þar og það verður auðvitað að vera svo áfram. En við erum að eyða misrétti. Við erum að leggja upp ýmsar nýjar atvinnugreinar og efla þær, t.d. skógræktina. Það er mjög mikilvægt að mínu mati.