Fjárlög 2000

Föstudaginn 10. desember 1999, kl. 22:07:50 (2767)

1999-12-10 22:07:50# 125. lþ. 42.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, ÁJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 125. lþ.

[22:07]

Árni Johnsen (andsvar):

Herra forseti. Það eru ekki alltaf jólin og góðærið ríkir ekki endalaust þó menn reikni ugglaust með því. En tunguflæði hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar virðist endalaust. Hv. þm. talar og talar viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, áratug eftir áratug og senn líður að það verði öld eftir öld en aldrei kemur hann að kjarna málsins og aldrei finnst punkturinn. Herra forseti. Ég vona af einlægni að hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon átti sig á því fyrr en síðar að það er fleira hægt að nota í höfðinu en tunguna eina og sér.