Fjárlög 2000

Mánudaginn 13. desember 1999, kl. 12:02:20 (2825)

1999-12-13 12:02:20# 125. lþ. 43.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 125. lþ.

[12:02]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Við upphaf atkvæðagreiðslu við 2. umr. fjárlaga vil ég fyrst taka fram að flokkur Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs mun styðja þær einstöku brtt. frá meiri hlutanum sem okkur finnst ástæða til að styðja og sitja hjá við aðrar sem við höfum minni áhrif getað haft á og greiða atkvæði gegn þeim sem við erum ósáttir við.

Við leggjum til, herra forseti, að tekjur ríkissjóðs verði auknar bæði með sérstökum tekjuskatti, með sérstökum fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti af lögaðilum. Okkur sýnist vera rækilegt svigrúm til þessa til að koma til móts við önnur brýn og góð verkefni sem við leggjum til.