Fjárlög 2000

Mánudaginn 13. desember 1999, kl. 12:48:43 (2838)

1999-12-13 12:48:43# 125. lþ. 43.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 125. lþ.

[12:48]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um verulega fjárhagslega viðbót til heilbrigðis- og sjúkrahúsmála sem við í þingflokki Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs fögnum í sjálfu sér. Hins vegar vekjum við athygli á því að það er ekki nærri því allt komið fram varðandi kostnaðarliði á þessum málaflokki. Ég vil þar benda á verðbætur, ég vil þar benda á að kjarasamningar stórs hluta starfsfólks á þessum stofnunum eru lausir þannig að við óttumst, herra forseti, að meira eigi eftir að koma fram. Við fögnum því sem vel er gert en sitjum hjá.