Fjárlög 2000

Mánudaginn 13. desember 1999, kl. 12:54:18 (2839)

1999-12-13 12:54:18# 125. lþ. 43.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 125. lþ.

[12:54]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Samkvæmt fjárlagafrv. átti að verja 16 millj. kr. til liðarins 09-995 Skýrsluvélakostnaður, tölvukerfi, óskipt. Nú er lagt til að þetta hækki um litlar 70 millj. kr. og fari í 86 millj. Hér mun aðallega vera um að ræða kostnað sem gengur til að greiða verktakasamninga eða greiðslur til hins einkavædda fyrirtækis Skýrr sem áður hét Skýrsluvélar ríkisins.

Ég vek athygli á því, herra forseti, að það er ekki að sjá af þessu að breyttu breytanda og með fyrirvara um að einkavæðingin hafi skilað sérstakri hagræðingu í þessu tilviki úr því að hér þarf að hækka fjárlagalið sem í frv. stendur upp á 16 millj. um litlar 70 millj. kr. Það er dálagleg prósentuhækkun það, herra forseti. Ég segi nei.