Fjárlög 2000

Mánudaginn 13. desember 1999, kl. 13:15:38 (2847)

1999-12-13 13:15:38# 125. lþ. 43.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 125. lþ.

[13:15]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég vil sérstaklega gera að umtalsefni hækkun til niðurgreiðslna á rafhitun og hitun. Við þingmenn Vinstri hreyfingar -- græns framboðs lögðum þunga áherslu á að þessi upphæð yrði hækkuð frá því að fjárlagafrv. var lagt fram og við fögnum því að meiri hlutinn skuli hafa orðið við þeim þrýstingi þó svo það mætti hækka hana enn meir.