Fjárlög 2000

Mánudaginn 13. desember 1999, kl. 13:21:30 (2849)

1999-12-13 13:21:30# 125. lþ. 43.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2000# frv. 124/1999, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 125. lþ.

[13:21]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Við höfum tvær samþykktar þáltill. frá fyrra þingi sem snerta þennan lið. Það er annars vegar þál. þar sem stjórnvöldum var falið að kanna möguleika á stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og sömuleiðis þál. þar sem stjórnvöldum var gert að hefja kortlagningu ósnortinna víðerna. Við teljum bæði verkefnin vera afskaplega mikilvæg og þurfa á stuðningi stjórnvalda að halda og leggjum þess vegna til að hér verði settar 3 millj. til Vatnajökulsþjóðgarðs, til undirbúnings og kortlagningar ósnortinna víðerna 2 millj. Sömuleiðis leggjum við til að yfirstjórn Náttúruverndar ríkisins fái 65 millj. til viðbótar í ýmis sérverkefni sem eru á dagskrá hjá henni og sérstaklega hefur verið gerð grein fyrir. Ég segi já.