Lokaafgreiðsla fjárlaga og fjáraukalaga

Þriðjudaginn 14. desember 1999, kl. 13:48:38 (2865)

1999-12-14 13:48:38# 125. lþ. 45.91 fundur 215#B lokaafgreiðsla fjárlaga og fjáraukalaga# (aths. um störf þingsins), SAÞ
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 125. lþ.

[13:48]

Sigríður A. Þórðardóttir:

Herra forseti. Það er fagnaðarefni að fjárlagavinnan hefur gengið svo vel sem raun ber vitni og ég tel að ekkert eigi að vera því til fyrirstöðu að 3. umr. geti farið fram á morgun. Það er mjög mikilvægt að hægt sé að halda starfsáætlun og þessi umræða fari nú fram samkvæmt henni. Það hefur ekki gerst áður.

Hins vegar ber að harma það að fundaboð til þingmanna Samfylkingarinnar í efh.- og viðskn. hafi misfarist en forseti hefur þegar orðið við því að gera hlé til þess að þeir þingmenn fái tækifæri til að fá þær upplýsingar sem aðrir þingmenn í efh.- og viðskn. hafa þegar fengið. Það tel ég í sjálfu sér að sé mjög mikilvægt og niðurstaða af þessari umræðu um störf þingsins.