Fjáraukalög 1999

Þriðjudaginn 14. desember 1999, kl. 16:52:12 (2878)

1999-12-14 16:52:12# 125. lþ. 45.1 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, GAK (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 125. lþ.

[16:52]

Guðjón A. Kristjánsson (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Þingmenn Frjálslynda flokksins eiga ekki aðild að fjárln. og sáu fyrst nú eftir hádegið þau gögn sem funda á um hér eftir hádegið í dag. Hér hefur síðan tvisvar verið boðað til fundar og honum jafnoft frestað. Mér finnast þetta ekki sæmandi vinnubrögð og tel eðlilegt að fresta afgreiðslu málsins.

(Forseti (GuðjG): Forseta þykir ekki ástæða til að fresta umræðum um þetta mál frekar. Þeim hefur þegar verið frestað frá því klukkan hálftvö. Gert er ráð fyrir hléi á þessum fundi frá klukkan sjö til hálfníu og forseta finnst þess vegna full ástæða til að hefja þessa umræðu nú þegar.)