Fjáraukalög 1999

Þriðjudaginn 14. desember 1999, kl. 18:33:55 (2889)

1999-12-14 18:33:55# 125. lþ. 45.1 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 125. lþ.

[18:33]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. svörin. Ég tel að þau hafi verið skýr. Það kemur mér ekki á óvart að ríkisstjórnin hafi tekið það til bragðs í þessari lotu að láta bankana sjálfa sjá um þetta. Hvernig þeir fara að því hygg ég að hvorki forsrh. né aðrir hér geti um svarað. Ég velti hins vegar vöngum áðan vegna sögunnar. Sumum þeirra fyrirtækja sem sýslað hafa með þessa fjármuni og eignir ríkisins hafa verið verri en önnur, skulum við segja. Við skulum vona að betur takist til í þetta skipti en stundum áður.