Fjáraukalög 1999

Þriðjudaginn 14. desember 1999, kl. 18:43:57 (2897)

1999-12-14 18:43:57# 125. lþ. 45.1 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 125. lþ.

[18:43]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég veit að hv. þm. dreymir um völd og áhrif. Ég get ekkert sagt um það hvenær að því kemur að völd hans aukist. Hins vegar væri fróðlegt að sjá hvað hv. þm. hefur uppi í erminni þegar völd hans aukast og hvernig Samfylkingin, ef hún væri í stjórnaraðstöðu, mundi bregðast við viðskiptahallanum sem við deilum áhyggjum af, ég og hv. þm. Þær lausnir hafa ekki komið í ljós við þessa umræðu en það kemur dagur eftir þannan dag, 3. umr. fjárlaga er væntanlega á morgun þannig að ekki er öll nótt úti að ræða þessa hlið málsins, hina almennu efnahagslegu hlið.