Fjáraukalög 1999

Þriðjudaginn 14. desember 1999, kl. 21:40:42 (2908)

1999-12-14 21:40:42# 125. lþ. 45.1 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur, 125. lþ.

[21:40]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að það sé ansi kotroskið að segja að það sé í lagi með hvernig framvinda fjárlaga hefur orðið og þær breytingar sem hafa komið fram á fjárlögum varðandi tekjur og gjöld.

Herra forseti. Ég vil benda á að þingið starfar meginhluta ársins og er hægt í sjálfu sér að lengja starfstíma þess. Þá væri í lófa lagið að taka þau verkefni sem koma brýn upp og afgreiða þau með þinglegum hætti. Að sjálfsögðu tek ég undir með hæstv. ráðherra að það geta komið upp þau mál að framkvæmdarvaldið verður að taka á þeim.

En í megindráttum eru þetta mál sem varðar miklu að færu í gegnum löggjafann. Og að því ber að stefna, herra forseti.