Fjáraukalög 1999

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 10:53:38 (2921)

1999-12-15 10:53:38# 125. lþ. 46.1 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, MF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[10:53]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Verðbólgan mælist nú 5,6% miðað við síðustu tólf mánuði. Viðskiptahallinn á árinu er miklum mun meiri en gert var ráð fyrir í byrjun október. Spáð var að hann yrði 29 milljarðar. Nú tveimur mánuðum síðar stefnir í að hann verði 38 milljarðar. Hreinar erlendar skuldir fara vaxandi og stefna í að fara vel yfir 50% af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Þjóðhagslegur sparnaður hefur ekki verið minni um langan tíma.

Ekki er tekið á neinum þessara þátta í frv. til fjáraukalaga sem hér er verið að afgreiða, ekki heldur í þeim tillögum sem hæstv. ríkisstjórn hefur lagt fram varðandi fjárlög næsta árs. Samfylkingin getur ekki undir neinum kringumstæðum tekið þátt í þeim vinnubrögðum eða þeirri afgreiðslu sem hér fer fram.