Málefni fatlaðra

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 14:21:07 (2963)

1999-12-15 14:21:07# 125. lþ. 46.5 fundur 274. mál: #A málefni fatlaðra# (ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs 2000) frv. 116/1999, félmrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[14:21]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég fór fram á það í upphafi umræðunnar um síðasta dagskrármál að þessi mál yrðu bæði rædd saman. Því var mótmælt þannig að formlega var það ekki gert en hins vegar hafa menn fjallað um efni þessa frv. samhliða sem eðlilegt er.

Ég þarf ekki að hafa langan formála að þessu. Hér er um fylgifrumvarp að ræða með frestunarfrumvarpinu og í samræmi við skerðingarákvæði með fjárlagafrv. er hér lagt til að á árinu 2000 verði kostnaður við félagslega hæfingu og endurhæfingu og kostnaður vegna starfsemi stjórnarnefndar greiddur af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs fatlaðra. Þetta er sama fyrirkomulag og gilt hefur undanfarin ár.

Ég legg að sjálfsögðu til að þetta frv. fari til athugunar hjá hv. félmn.