Frsm. meiri hluta landbn. (Hjálmar Jónsson):
Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. meiri hluta allshn. um frv. til laga um breytingar á lögum vegna niðurlagningar Framleiðsluráðs landbúnaðarins.
Nefndin hefur fjallað um frv. og fékk fjölda gesta á sinn fund. Umsagnir bárust nefndinni frá Lánasjóði landbúnaðarins, Framleiðsluráði landbúnaðarins, Bændasamtökum Íslands, Samkeppnisstofnun, Landsamtökum sláturleyfishafa og Landssambandi kúabænda.
Skýring á þessu máli er sú að á undanförnum árum hefur verkefnum Framleiðsluráðs landbúnaðarins fækkað verulega og staða þess breyst. Þetta er gert til einföldunar, að leggja Framleiðsluráð niður og færa verkefnin til Bændasamtaka Íslands. Það skýrir sig í raun sjálft. Þetta mál er til einföldunar, aukinnar skilvirkni og sparnaðar í landbúnaðargeiranum.