Framleiðsluráð landbúnaðarins

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 14:54:01 (2976)

1999-12-15 14:54:01# 125. lþ. 46.20 fundur 205. mál: #A Framleiðsluráð landbúnaðarins# (breyting ýmissa laga) frv. 112/1999, Frsm. minni hluta GÁS
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[14:54]

Frsm. minni hluta landbn. (Guðmundur Árni Stefánsson):

Herra forseti. Minni hluti landbn. skilaði séráliti um þetta mál, en eins og greinilega kemur fram í nál. er það ekki vegna þess að minni hlutinn sé á móti framgangi frv. Bent var á ákveðna veikleika í frv. eins og fram kemur í nál. Meginmarkmið frv. er að bæta og einfalda annars flókið landbúnaðarkerfi. Ég vona svo sannarlega að varnaðarorðin í nál. okkar, mín og hv. þm. Einars Más Sigurðarsonar, reynist ástæðulaus og sá sparnaður og sú hagræðing sem að er stefnt náist að fullu. Ég vona hið besta en er viðbúinn því að sú hagræðing sem að er stefnt náist ekki alveg. Að öðru leyti styðjum við framgang þessa máls.