Framleiðsluráð landbúnaðarins

Miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 14:59:10 (2979)

1999-12-15 14:59:10# 125. lþ. 46.20 fundur 205. mál: #A Framleiðsluráð landbúnaðarins# (breyting ýmissa laga) frv. 112/1999, Frsm. meiri hluta HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 125. lþ.

[14:59]

Frsm. meiri hluta landbn. (Hjálmar Jónsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir umræðuna. Hv. þm. Jón Bjarnason nefndi prósentuna í búnaðargjaldi. Hún lækkar við þetta úr 2,65% í 2,55%.

Það er okkar sjónarmið og þeirra sem leggja fram frv. að fjármunirnir fylgi þeim verkefnum sem þeir voru innheimtir fyrir. Hins vegar getur búnaðarþing hvenær sem er tekið þær 190 millj. sem fylgja þessum verkefnum og ákveðið að færa þá fjármuni yfir í Lífeyrissjóð bænda. Það gæti verið klókt að gera kannski í tengslum við það að hið opinbera, ríkisvaldið, reyndi að styrkja lífeyrissjóðinn sérstaklega með mótframlagi. En það er áhyggjuefni hversu Lífeyrissjóður bænda stendur veikt og getur ekki sinnt því hlutverki sem hann ætti að sinna.